Fyrr í sumar tilkynnti Solid Clouds framleiðslu á nýjum geimleik fyrir tölvur og snjalltæki, Starborne: Frontiers. Þar fara spilarar í hlutverk foringja yfir geimflota sem safnar að sér skipum og berst við óvini úr ýmsum fylkingum.
Sagan er spennandi og full af óvæntum uppákomum og persónugalleríið er litríkt. Leikmenn geta notið þess að sjá skipaflotann sinn stækka, betrumbæta geimskipin og læra nýjar aðferðir til að sigrast á andstæðingum sínum.
Í leiknum geta spilarar kannað Starborne heiminn, barist við aðra, ná yfirráðum á nýjum svæðum og berjast við óvinafylkingar til að ná lengra og öðlast meiri völd. Herkænska skiptir sköpum í Starborne: Frontiers, en ekki síður að byggja upp öflugan geimflota til að geta mætt stærstu ógnum himinhvolfanna.
Starborne: Sovereign Space er fjölspilunarleikur með djúpri herkænsku sem er spilaður á löngum tíma í senn, á meðan Starborne: Frontiers verður aðgengilegur jafnt fyrir fólk sem vill spila einsamalt eða með öðrum, með skemmtilega sögu og grípandi leikkerfi. Með þessu mun Starborne heimurinn - og þær djúpu sögur sem hann hefur að geyma - verða aðgengilegur fleiri og fjölbreyttari spilurum en áður. Starborne: Frontiers kemur út um mitt næsta ár.
Hér að neðan má sjá stiklu úr leiknum