Vinnuumhverfið tryggt í leikjaiðnaðinum

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Alexandra Diljá Bjargardóttir, meðstofnandi …
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Alexandra Diljá Bjargardóttir, meðstofnandi grasrótarsamtakanna Game Makers Iceland, Þorgeir F. Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda, og Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrr í dag hitt­ust full­trú­ar Sam­taka leikja­fram­leiðanda (IGI), Rafíþrótta­sam­taka Íslands (RÍSÍ) og Game Makers Ice­land (GMI) til þess að und­ir­rita sátt­mála um ör­ugga vinnustaði í höfuðstöðvum CCP.

Inn­an leikjaiðnaðar­ins á Íslandi eru haldn­ir ýms­ir viðburðir ár­lega, ráðstefn­ur, nám­skeið, keppn­ir og var því talið mik­il­vægt að hafa ákveðinn sátt­mála til þess að tryggja ör­yggi allra sem koma að.

Frá undirritun sáttmálans í höfuðstöðvum CCP í Grósku.
Frá und­ir­rit­un sátt­mál­ans í höfuðstöðvum CCP í Grósku. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Kyn­ferðis­leg áreitni og of­beldi ekki liðið í rafíþrótt­um á Íslandi

Sátt­mál­inn sem var und­ir­ritaður fel­ur í sér að ís­lensk tölvu­leikja­fyr­ir­tæki, sam­tök inn­an leikjaiðnaðar og hags­munaaðilar skuld­binda sig til þess að skapa starfs­um­hverfi í leikjaiðnaði þar sem óæski­leg hegðun á borð við kyn­ferðis­lega áreitni og of­beldi, hót­an­ir, einelti og niðrandi orðræða verður ekki liðin.

Hér að neðan má sjá hluta úr sátt­mál­an­um.

Skjáskot af hluta úr sáttmálanum.
Skjá­skot af hluta úr sátt­mál­an­um.

Sögu­leg stund í sögu ís­lenskra rafíþrótta

Þetta er að öll­um lík­ind­um í fyrsta sinn sem ólík­ir aðilar inn­an til­tek­ins iðnaðar taka hönd­um sam­an og lýsa því yfir að óæski­leg hegðun verði lit­in al­var­leg­um aug­um og að tekið verði á mál­um þegar þau koma upp.

„Það er mark­mið okk­ar hjá RÍSÍ að byggja rafíþrótt­ir fyr­ir alla og þá er mik­il­vægt að all­ir geti upp­lifað sig vel­komna og ör­ugga. Það ger­ist ekki af sjálfu sér, en rétt eins og við vilj­um vera leiðandi í barna- og ung­linga­starfi rafíþrótta í heim­in­um, þá vilj­um við einnig vera leiðandi þegar kem­ur að upp­bygg­ingu á ör­uggu rafíþróttaum­hverfi sem er laust við for­dóma og áreitni,“ seg­ir Ólaf­ur Hrafn, formaður Rafíþrótta­sam­bands Íslands.

„Umræðan í sam­fé­lag­inu síðastliðna mánuði hef­ur sýnt það að mik­il­vægt er að hafa skýra um­gjörð um þessi erfiðu mál. Því vild­um við hvetja alla aðila inn­an okk­ar raða til þess að setja sér skýr­ar verklags­regl­ur og sam­ein­ast um það að for­dæma hvers kyns of­beldi og áreitni.“ 

Al­ex­andra Diljá seg­ir:

„Sam­tök­in okk­ar hafa alltaf lagt mikla áherslu á að öll­um líði eins og þau séu ör­ugg og vel­kom­in óháð kyni og bak­grunni. Við erum þess vegna gríðarlega stolt af því að fá að taka þátt í þessu mik­il­væga skrefi og taka skýra af­stöðu ásamt iðnaðinum gegn hvers kyns of­beldi. Það er mik­il­vægt að senda þau skila­boð til starfs­manna og iðkenda að þau mál sem upp koma sem tengj­ast einelti, áreitni eða of­beldi verði tek­in föst­um tök­um og ekki sópað und­ir teppi.“

Þor­geir Óðins­son, formaður Sam­taka leikja­fram­leiðenda seg­ir: 

„Leikjaiðnaður hef­ur vaxið hratt á und­an­förn­um árum og starfs­mönn­um fjölgað ört. Til þess að við náum áfram­hald­andi efna­hags­legri vel­sæld skipt­ir öllu máli að hver og einn upp­lifi virðingu og hvatn­ingu í starfi. Já­kvæðni er und­an­fari mann­legr­ar vel­gengni. Við þurf­um öll gott og hvetj­andi um­hverfi ef við ætl­um að ná ár­angri sam­an.“

Sátt­mál­ann í heild sinni má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert