Opið fyrir skráningu á ELKO Firmamótið

Elko heldur Firmamót í tölvuleikjum.
Elko heldur Firmamót í tölvuleikjum. Grafík/Elko

Rafíþróttasamtök Íslands hafa opnað fyrir skráningu á ELKO Firmamótið þar sem fyrirtækjum býðst að keppa sín á milli.

Þriggja leika mót

Keppt verður í þremur leikjum, Rocket League, Counter-strike:Global Offensive og FIFA 21 en fyrirtækin sem taka þátt geta sent inn eins mörg lið frá sér og hentar. Riðlum verður stokkað upp af handahófi en ef fyrirtæki skora á hvort annað verður reynt að raða þeim saman í riðil.

Úrslitaleikir spilaðir í Arena

Leikirnir fara fram öll fimmtudagskvöld frá 28.október að 9.desember og spilað verður í gegnum netið en efstu liðin mætast í úrslitum þann 9.desember í rafíþróttahöllinni Arena í Kópavogi. Sýnt verður frá úrslitaleikjunum en ekki í beinni útsendingu.

Skráning fer fram hér og lesa má um reglur mótsins á vefsíðu Rafíþróttasamtaka Íslands.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert