Vodafonedeildin í Counter-Strike:Global Offensive hefst í kvöld og er mikil spenna í loftinu meðal aðdáenda. Draumadeild Vodafonedeildarinnar er tilbúin og geta aðdáendur hafist handa við að velja sitt lið.
Draumadeildin er svokölluð „fantasy league“ sem margir þekkja t.d. úr enska boltanum. Deildin gengur út á að þátttakendur velja sér fyrirliða og leikmenn úr liðum deildarinnar. Þáttakendur fá stig sem ákvarðast af frammistöðu þeirra leikmanna sem eru í liðinu hverju sinni.
Draumadeildin er nú tilbúin fyrir Vodafonedeildina og getur hver sem er tekið þátt. Þáttakendur velja sér leikmenn og fyrirliða úr Vodafonedeildinni. Athugið að þáttakendur fá ákveðna upphæð í byrjun til að velja sér leikmenn, svo ekki er hægt að velja alla bestu leikmennina saman í lið. Vanda þarf því valið til fá sem flest stig.
Fyrsta umferð Vodafonedeildarinnar hefst í kvöld en fyrsti leikur hefst klukkan 20:30. Verður því fyrsta tækifæri til að byrja safna sér stigum í kvöld.
Verðlaun eru í boði fyrir þá sem enda tímabilið með flest stig. Hefur þú mikinn áhuga á Vodafonedeildinni? Þá er þetta tækifæri sem þú vilt ekki láta fram hjá þér fara. Veldu þitt lið á heimasíðu Draumadeildarinnar til þess að taka þátt.