Vinsæll streymir frá Bandaríkjunum, Asmongold, birti myndband af sér á YouTube þar sem hann segir frá síðustu dögum sínum en hann hefur verið uppi á spítala hjá móður sinni eftir að hafa bjargað henni frá eldsvoða.
Asmongold kom að móður sinni þar sem herbergið stóð í ljósum logum en hún hafði verið að reykja of nálægt súrefniskút sem varð til þess að eldur kviknaði.
Hefði hann ekki komið að móður sinni á þessum tíma telur hann ólíklegt að hún hefði lifað af en hann þurfti að breiða yfir andlit hennar til þess að koma í veg fyrir frekari bruna því eldur lá á henni líka.
Í myndbandinu hér að neðan má hlusta á frásögn Asmangold um atvikið sem og síðustu daga hans.