Eitt stærsta leikjasamfélag Íslands, 354 Gaming, halda keppni í tölvuleiknum Formula One sem fer fram þann 13.nóvember.
354 Gaming heldur öðru hvoru keppnir og eru einnig komin með lið sem heitir 354 esports en samfélagið er um fimm ára gamalt og var stofnað af hópi tölvuleikjaspilara og streymara.
„Það sem hefur verið drifkrafturinn hjá öllu þessu fólki sem kemur að 354 Gaming er að þarna getur fólk á öllum aldri spilað við fólk á öllum aldri fordómalaust og fengið frí frá hversdagslegum vandamálum,“ segir Jóhannes Geir Sigurjónsson sem er umsjónarmaður keppninnar ásamt Birki Fannari og Karli G Þorvaldssyni.
GT Akademían og Suðurtak ehf. styrkja keppnina og hljóta sigurvegarar eða efstu þrír keppendur verðlaun en aðeins sextíu keppendur komast að. Streymt verður frá keppninni á Twitch rás 354 Gaming klukkan 21:00 og munu Fenrisúlfur og Steypa lýsa keppninni.
Nánari upplýsingar og skráningarsíðu má finna hér eða með því að skanna kóðann hér að neðan.