Vopnasérfræðingur gagnrýnir Counter-Strike

Jonathan Ferguson, vopnasérfræðingur í myndbandi hjá GameSpot.
Jonathan Ferguson, vopnasérfræðingur í myndbandi hjá GameSpot. Skjáskot/YouTube/GameSpot

Jonathan Ferguson, vopnasérfræðingur og gæslumaður skotvopna og stórskotaliðs hjá Royal Armories skoðar og gagnrýnir ótrúleg vopn sem finna má í tölvuleiknum Counter-Strike.

GameSpot birti myndband af þessu á YouTube rás sinni en Ferguson meðhöndlar raunverulegar byssur sambærilegar þeim sem finna má í tölvuleiknum.

Spilaði sjálfur Counter-Strike

Ferguson spilaði sjálfur Counter-Strike fyrir ekki svo löngu síðan og vekur því þessi gagnrýni upp margar minningar hjá manninum.

Hann velti því fyrir sér hvers vegna leikurinn væri hannaður þannig að leikmenn haldi á byssunum sem örvhentir en skýrir svo frá því að upprunalegi hönnuður leiksins sé örvhentur og sé það sennilega vegna þess.

Hinsvegar geta leikmenn breytt þessu eftir eigin hentisemi með stillingunum sem leikurinn býður upp á.

Gagnrýnir vinsælustu vopn leiksins

Ferguson skoðar meðal annars þann vinsæla og sjálfvirka riffil, AK47, og vélbyssuna FNP90. Eins gagnrýnir hann margar útgáfur af AR-15 /M4 rifflum.

Hér að neðan er hægt að horfa á myndbandið í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka