Halda heim tveimur milljörðum króna ríkari

Team Spirit eru heimsmeistara í leiknum Dota 2.
Team Spirit eru heimsmeistara í leiknum Dota 2. Ljósmynd/Valve

Heimsmeistaramótinu í Dota 2 lauk um helgina, en mótið var haldið í Búkarest í Rúmeníu. Átján lið tóku þátt og kepptust um heimsmeistaratitilinn, en liðið Team Spirit stóð uppi sem sigurvegari.

Komu á óvart og urðu heimsmeistarar

Team Spirit mætti liði PSG.LGD í lokaúrslitaviðureign mótsins og lauk henni með 3-2 sigri Team Spirit í viðureigninni. Team Spirit unnu fyrstu tvo leiki viðureignarinnar og PSG.LGD næstu tvo. Staðan var því 2-2 og var síðasti leikurinn hreinn úrslitaleikur, sem lauk með sigri Team Spirit.

Var liði Team Spirit ekki spáð sigri í mótinu og eru úrslit mótsins talin hafa komið virkilega á óvart þar sem Team Spirit spilaði langt yfir væntingum. 

Halda Team Spirit heim á leið sem heimsmeistarar í Dota 2 og rúmlega tveimur milljörðum króna ríkari. Er um gríðarlega háa upphæð að ræða, en mót í leiknum Dota 2 eru þau mót sem hefa mest verðlaunafé allra rafíþrótta.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka