Missir af stórmeistaramóti vegna barneignar

Eric „adreN“ Hoag missir af stórmeistaramótinu PGL Major í Stokkhólmi.
Eric „adreN“ Hoag missir af stórmeistaramótinu PGL Major í Stokkhólmi. Ljósmynd/Team Liquid

Eric „adreN“ Hoagh, þjálfari Team Liquid, í Counter-Strike:Global Offensive mun missa af stórmeistaramótinu PGL Major sem haldið er í Stokkhólmi og hefst í lok októbermánaðar.

Myndi aldrei missa af fæðingu sonar síns

AdreN á von á barni og er það ástæða þess að hann verður eftir í Bandaríkjunum er liðið hans ferðast til Svíþjóðar til að taka þátt í mótinu. Steve „jokasteve“ Perino, einn af stjórnendum Team Liquid, mun fylla í skarðið á mótinu vegna fjarveru adreN.

„Þetta er fyrsta stórmeistaramótið í tvö ár og það verða áhorfendur, og er ég svekktur að missa af þessum viðburði en ég myndi aldrei missa af fæðingu sonar míns fyrir það,“ segir adreN í færslu sinni á Instagram þar sem hann tilkynnir að hann muni missa af mótinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka