ShowMaker bestur það sem af er móti

ShowMaker leikmaður DWG Kia er bestur það sem af er …
ShowMaker leikmaður DWG Kia er bestur það sem af er móti. Ljósmynd/Riot Games

Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í League of Legends sem fer fram í Laugardal lauk í gær. Heo „ShowMaker“ Su leikmaður DWG Kia hefur staðið sig best það sem af er móti ef marka má tölfræðina.

Ýmislegt áhugavert er að finna í tölfræði leikmanna eftir riðlakeppnina en hana er hægt að skoða á síðu Oracle’s Elixir

ShowMaker bestur eftir riðlakeppni

Árangur leikmanna er reiknaður í KDA stigum, stigum sem reiknuð eru útfrá hversu oft leikmenn hafa fellt mótherja, aðstoðað við að fella mótherja og hversu oft leikmenn hafa sjálfir fallir. 

ShowMaker leikmaður DWG Kia er með felst KDA stig allra leikmanna eftir riðlakeppnina, eða 14,2 KDA stig, en Keria leikmaður T1 fylgir honum fast á eftir með 14,0 KDA stig.

Einstakir tölfræðiþættir

GALA leikmaður Royal Never Give Up, Deft leikmaður Hanwha Life Esports og Bdd leikmaður Gen.G hafa allir fellt mótherja 36 sinnum og deila toppsætinu á lista yfir leikmenn sem hafa fellt flesta mótherja.

Gumayusi leikmaður T1 hefur verið felldur sjaldnast af öllum leikmönnum, eða þrisvar sinnum, og liðsfélagi hans Keria hefur verið felldur næst sjaldnast en hann hefur verið felldur fjórum sinnum. 

Kaiser leikmaður MAD Lions hefur aðstoðað við að fella andstæðinga oftast allra leikmanna, en hann hefur aðstoðað liðsfélaga 86 sinnum. Cryin leikmaður Royal Never Give Up hefur aðstoðað við að fella andstæðinga næst oftast eða 78 sinnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka