Íslenska mótaserían í tölvuleiknum Super Smash Bros Ultimate, Zoner's Paradise, er að ganga í garð og fer fram á laugardaginn þann 23. október í KR-heimilinu, í Frostaskjóli en mótið var seinast haldið 11. september.
Tölvuleikurinn Super Smash Bros Ultimate er spilaður á Nintendo Switch tölvum og er bardagaleikur frá fyrirtækinu Nintendo. Leikurinn hefur að geyma ýmsar persónur úr tölvuleikjum sem fyrirtækið hefur gefið út í gegnum árin.
Hér að neðan má sjá úrslitaleik úr sömu mótaröð fyrr í sumar.
Umsjónarmenn mótsins biðja keppendur um að koma með sínar eigin fjarstýringar og taka fram að þeir óski einnig eftir því að fólk mæti með sína eigin tölvu og skjá til þess að mótið gangi smurðar fyrir sig.
Mótið hefst klukkan 14 og eru keppendur beðnir um að skrá sig fyrirfram á mótið í gegnum þennan hlekk.