Tveir leikir fóru fram í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í Counter-Strike:Global Offensive í gær. Vallea mættu SAGA og Þór Akureyri mættu Ármann.
Vallea og Þór Akureyri fóru með sigur af hólmi og hafa tilþrif leikjanna verið tekin saman og má sjá þau í meðfylgjandi myndbandi. Narfi, leikmaður Vallea, og StebbiC0C0, leikmaður Þór Akureyri, voru mikilvægustu leikmenn kvöldsins.