Húðvörulína Valkyrjunnar veldur fjaðrafoki

Ný húðvörulína RFLCT vekur fjaðrafoki.
Ný húðvörulína RFLCT vekur fjaðrafoki. Skjáskot/twitter.com/RFLCT

Rachell „Valkyrae“ Hofstetter, efnishöfundur og meðeigandi rafíþróttafélagsins 100 Thieves, gaf út nýja húðvörulínu í gær. Húðvörulínan nefnist RFLCT og hefur neikvæð umræða skapast vegna útgáfu hennar.

Tilkynnti Valkyrae útgáfu línunnar á Twitter og segir að tvö ár af mikilli vinnu hafi farið í að láta draum hennar verða að veruleika. Segir í lýsingu á vörunum að þær verndi húðina frá bláu ljósi sem kemur m.a. frá tölvuskjám og símum. 

Auglýst verkun lítið rannsökuð

Margir hafa hrósað Valkyrae fyrir útgáfu línunnar og óskað henni til hamingju, en enn fleiri hafa sýnt neikvæð viðbrögð. Streymirinn HasanAbi er einn þeirra sem hefur gagnrýnt línuna og segir hann að blátt ljós frá skjám hafi engin áhrif á húðina og telur að húðvörulínan sé „scam“ eða svindl. Sjá má HasanAbi gagnrýna línuna hér.

Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum blás ljóss á húð, en þær hafa ekki sýnt hverfandi neikvæð áhrif og er því hægt að setja spurningamerki við auglýsta vernd húðarinnar í húðvörulínu RFLCT. Þess má geta að blátt ljós hefur verið notað með árangri í meðferðum við ákveðnum húðsjúkdómum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka