Vallea nældu sér í sinn fyrsta sigur

Vallea eru ekki lengur án stiga í Vodafonedeildinni á þessu …
Vallea eru ekki lengur án stiga í Vodafonedeildinni á þessu tímabili. Grafík/Vodafonedeildin

Þriðja umferð sjötta tímabils Vodafonedeildarinnar í leiknum Counter-Strike:Global Offensive hófst í gær þegar fyrri tveir leikir umferðarinnar voru leiknir. Vallea unnu SAGA í fyrsta leik og nældu sér í sín fyrstu stig í deildinni á þessu tímabili. 

SAGA og Vallea mættust í kortinu Inferno, en fyrir leik voru bæði lið án stiga ásamt Kórdrengjum á botni stöðutöflunnar og því tvö mikilvæg stig í boði.

Frábær fyrri hálfleikur leiddi til sigurs

Vallea byrjaði leikinn betur og komu stöðunni í 3-1, en SAGA voru fljótir að svara og unnu fjórar lotur í röð og varð staðan 3-5. Var það í eina skipti í leiknum sem SAGA var yfir, en í kjölfar stöðunnar 3-5 tóku Vallea sjö lotna áhlaup og staðan í hálfleik var 10-5 fyrir Vallea. SAGA klóruðu í bakkann og komu stöðunni í 10-8 í byrjun síðari hálfleiks en það stöðvaði ekki Vallea sem lauk leiknum með 16-11 sigri. 

Hjá SAGA var DOM besti leikmaður það kvöldið, en mikilvægasti leikmaður leiksins var Narfi í liði Vallea. Lýsendur sögðu fyrir leikinn að Narfi þyrfti að stíga upp og spila vel, en þessi frábæri leikmaður hefur spilað undir væntingum í byrjun tímabils. Narfi steig upp í leiknum á móti SAGA, spilaði frábærlega og svaraði þannig lýsendum. 

Vallea hafa því unnið sér inn sín fyrstu stig í deildinni á þessu sjötta tímabili Vodafonedeildarinnar, en SAGA leita enn af sínum fyrstu stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka