Leikurinn FIFA 22 kom út í byrjun októbermánaðar og hefur ýmislegt gengið á í leiknum síðan þá. Leikmenn fundu galla í leiknum og hefur EA, útgefandi FIFA 22, nú bannað þá sem notfærðu sér gallann hafa nú verið bannaðir tímabundið.
FIFA tilkynnti á Twitter að yfir 30 þúsund aðgangar hafi verið bannaðir fyrir að hafa notfært sér galla í leiknum. Gallinn var lagaður þann 15. október síðaslitinn og geta leikmenn ekki nýtt sér hann lengur, en nú hefur EA borið kennsl á alla þá 30 þúsund leikmenn sem nýttu sér gallann.
Gallinn virkaði þannig að leikmenn gátu farið í miðjum leik án þess að fá skráð á sig tap. Það gerði leikmönnum kleyft að halda sér taplausum í keppnum í leiknum þrátt fyrir að hafa gefist upp í leikjum.
Bann leikmannanna sem nýttu sé gallann er sjö dagar samkvæmt tilkynningunni. Margir leikmenn hafa þó kvartað yfir því að hafa fengið 1000 daga bann sem jafngildir tæpum þrem árum. Ekki er ljóst hvort að um mistök sé að ræða í garð leikmanna sem fengu lengra bann en segir í tilkynningu.