Tölvuleikjafyrirtækið Bethesda Games gefur út nýjan tölvuleik þann 11. nóvember, The Elder Scrolls V: Skyrim Anniversary Edition, til fögnuðar tíu ára afmæli leiksins The Elder Scrolls V: Skyrim.
Leikurinn verður aðgengilegur á öllum helstu leikjatölvum og inniheldur hann afrit af öðrum leikjum úr The Elder Scrolls seríunni, til dæmis Special Edition, Dawnguard, Hearthfire og Dragonborn. En ólíkt Special Edition leiknum þarf að kaupa leikinn sér.
Bethesda Games birti færslu á Twitter með stuttu myndbandi og tilkynningu um að fiskabúr verði aðgengileg á Hearthfire heimilum í leiknum og gefur það til kynna hvað hægt sé að gera við fiska sem einnig verður hægt að veiða innanleikjar.
Don't tap on the glass. They don't like that…
— Bethesda Game Studios (@BethesdaStudios) October 20, 2021
Add an aquarium to your Hearthfire homes in Skyrim Special/Anniversary Edition on November 11 for all your fresh catches 🐟 #Skyrim10 pic.twitter.com/jAh1vjC5Qm