Emelía Ósk Grétarsdóttir
Heimsmeistaramótið TI í Dota 2 er vinsælasti rafíþróttaviðburðurinn er marka má áhorfstölur. Mótið í ár, TI10, fékk meira áhorf en síðasta heimsmeistaramót, TI9, en tvö ár eru síðan mótið var haldið síðast.
Mótið í ár var haldið í Búkarest í Rúmeníu en beinar útsendingar voru frá mótinu á Twitch ásamt öðrum miðlum. Vefmiðillinn Esports Charts tók saman áhorfstölur mótsins í ár og báru þær m.a. við áhorfstölur síðasta móts, TI9, sem fór fram árið 2019.
Það sem vakti mesta athygli þegar tölur voru bornar saman var að fjölgun áhorfenda á úrslitaviðureign mótsins var 37% frá síðasta móti. Rúmlega 2,7 milljón manns horfðu samtímis á úrslitaleik PSG.LGD og Team Spirit samkvæmt tölfræði Esports Charts.
Áhorfstölur frá Kína eru ekki meðtaldar í tölfræði þessa vegna þess að ekki fást nákvæmar tölur þaðan.