Uppfærsla 6.66 í Doom Eternal

Grafík/Bethesda Games/Doom Eternal

Tölvuleikurinn Doom Eternal verður uppfærður þann 26.október og verður leikurinn þá í útgáfu 6.66.

Með nýrri uppfærslu geta leikmenn spilað í Horde ham sem þýðir að leikmenn munu berjast við ýmsa púka og keppast við að skora sem flest stig til þess að opna fyrir aðgengi á nýju efni og nýjum áskorunum, samkvæmt pcgamesn.

Það er hægt að endurtaka leikhaminn en þó hann verði ekki alveg fullkominn „rougeleikur“ þá munu ýmsir handahófir þættir felast í hamnum.

Ný meistaraborð (e.master level) bætast við og heita þau World Spear og Mars Club, einnig verður nýtt bardagasvæði aðgengilegt og heitir það Stronghold.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert