Gylfi ekki í Football Manager

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Nýj­asta út­gáfa tölvu­leiks­ins Foot­ball Mana­ger kem­ur út 23. nóv­em­ber. Leik­ur­inn er sem stend­ur í Beta-út­gáfu og geta því þeir sem keyptu leik­inn í for­sölu spilað hann.

Marg­ir Íslend­ing­ar kann­ast vita­skuld þegar við leik­inn en hann geng­ur út á að stýra heilu fót­boltaliði sem þjálf­ari og kaupa leik­menn, velja taktík og þess hátt­ar til þess að liðinu gangi sem best.

Ekki með í nýju út­gáf­unni

At­hygli hef­ur vakið að Gylfa Þór Sig­urðsson, landsliðsmaður og leikmaður hjá Evert­on, er ekki að finna í þess­ari út­gáfu leiks­ins. Er það ef­laust vegna þess máls sem upp kom í sum­ar.

Málið í rann­sókn

Gylfi var hand­tek­inn í júlí vegna gruns um að hafa brotið gegn ólögráða ein­stak­lingi, en mál Gylfa er enn til rann­sókn­ar hjá lög­reglu í Bretlandi. Nafn hans hef­ur ekki verið getið í bresk­um fjöl­miðlum af laga­leg­um ástæðum en hann hef­ur hvorki spilað með ís­lenska landsliðinu né Evert­on síðan málið kom upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka