Þróunaraðilar tölvuleiksins í Santa Monica Studios tilkynntu nýlega að leikurinn yrði gefinn út fyrir PC-tölvur 14. janúar á næsta ári.
Tölvuleikurinn God of War, sem kom út árið 2018 fyrir PlayStation-tölvur, hefur náð gríðarlegum vinsældum en um tuttugu milljónir eintaka af tölvuleiknum hafa verið seldar.
God of War er ævintýra- og hlutverkaleikur þar sem leikmenn setja sig í fótspor Kratos og berjast við ýmsa guði ásamt því að takast á við fleiri tilfallandi verkefni innan leikjar.
Nú þegar hafa leikmenn God of War sýnt mikla kæti vegna þessa og mun leikurinn meðal annars styðjast við breiða skjái. Ítarlegri upplýsingar má finna á Steam ásamt því að hægt er að kaupa leikinn þar í forsölu.
PlayStation birti glæsilega stiklu af leiknum á YouTube þar sem koma hans á PC-tölvur var tilkynnt. Hægt er að horfa á stikluna hér að neðan.