Spilaðu Monopoly-tölvuleik

Skjáskot úr stiklu frá PlayStation þar sem sýnt er frá …
Skjáskot úr stiklu frá PlayStation þar sem sýnt er frá væntanlegum Monopoly tölvuleik. Skjáskot/YouTube/PlayStation

Borðspilið Monopoly hefur verið spilað í fjölda ára en nýlega birti PlayStation stiklu úr Monopoly-tölvuleik sem kemur út 9. desember.

Leikurinn heitir Monopoly Madness og býður leikmönnum upp á að upplifa borðspilið á nýjan rafrænan máta.

Hins vegar hefur stiklan fengið mikla athygli vegna þess hve ruglingsleg hún er og sýnir illa frá spilun leiksins, en þrátt fyrir það virðist almenningur hlakka til leiksins.

Hér að neðan má horfa á stikluna í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert