Þríleikur Grand Theft Auto á leiðinni

Skjáskot úr stiklu sem Rockstar Games birti á YouTube vegna …
Skjáskot úr stiklu sem Rockstar Games birti á YouTube vegna komu GTA: The Trilogy. Skjáskot/YouTube/Rockstar Games

Rockstar Games hefur nú staðfest útgáfudag tölvuleiksins Grand Theft Auto: The Trilogy  The Definite Edition.

Leikurinn verður aðgengilegur á PlayStation Store, Microsoft Store á Xbox, Nintendi eShop og í Rockstar Games-forritinu sjálfu hinn 11. nóvember en hægt verður að kaupa leikinn í raunheimum á öllum helstu leikjatölvum 7. desember.

Þrjár sögulegar borgir í einum leik

Þríleikurinn er blanda af klassísku leikjunum úr seríunni, Grand Theft Auto: III, Grand Theft Auto: Vice City og Grand Theft Auto: San Andreas. Í þríleiknum hafa myndgæði aukist og þá sérstaklega myndgæði umhverfisins.

Þróunaraðilar juku myndgæði skugga og lýsingar innanleikjar, veðurs, vopna, bíla og húsa en lengi mætti áfram telja. Stjórnun á bæði miði og læsingu miðs (e. lock-on aiming) hefur einnig verið betrumbætt.

Leiðsagnakerfi bætt við smákortið

Smákortið er einnig uppfært og eiga leikmenn kost á að merkja kortið og notast við leiðsögn innanleikjar til þess að komast á milli staða með auðveldari máta. Afrek, bikarar og fleira hafa einnig verið uppfærð.

Óhætt er að segja að áhugamenn Grand Theft Auto fái jólagjöfina snemma í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert