Skírði aðalpersónurnar eftir dætrum sínum

Grafík/Borsuk Software

Fyrirtækið Borsuk Software gaf út út leikinn Spacegirl 2038, tveggja vídda tölvuleik í einskonar retro búning, en hann er framhaldsleikur af Spacegirl.

Hetjurnar eru systur

Í fyrri leiknum leiðbeinir þú hetjunni Matildu sem þarf að leysa allskyns þrautir til þess að flýja úr hættulegri geimstöð en í seinni leiknum Spacegirl 2038 tekur litla systir Matildu við, Lara. Hún fer í björgunarleiðangur eftir Matildu og hjálparhellum hennar sem hurfu á brott í fyrsta leiknum.

Sagan á rætur að sækja í fjölskylduna

Steven Ford stofnaði Borsuk Software og var Spacegirl upprunalega hannaður fyrir börnin hans og skírði aðalsögupersónurnar í höfuðið á dætrum sínum Matildu og Löru.

Þegar leikurinn þróaðist meir var ljóst að markaðshópurinn yrði breiðari og fór hann þá í samstarf við Max Jpeg og hönnunarfyrirtækið MetalZebra Design.

Fyrirtækið leggur áherslu á að leikirnir séu í retro búning, skemmtilegir í spilun og virki fyrir alla aldurshópa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert