Streymisveitan Netflix mun sýna frá þáttaröð sem tölvuleikjafyrirtækið Riot Games vinnur að í samstarfi við franskt stúdíó, Fortiche Production.
Þáttaserían heitir Arcane og fer í sýningu þann 7.nóvember á Netflix. Hún býr að sjónvarpsefni úr tölvuleiknum League of Legends en áhugamenn leiksins hafa lengi beðið eftir þessarri seríu því hana átti fyrst að sýna árið 2020. Verkefnið dróst á langinn vegna heimsfaraldursins sem reið yfir.
Markar þessi þáttasería upphaf Riot Games í kvikmynda og þáttagerð en Riot Games býr að stærsta áhorfendahópnum í rafíþróttum en tæplega 46 milljón manns horfðu samtímis á heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends árið 2020.
„Arcane var skapað sem ástarbréf til leikmanna okkar og aðdáenda, sem hafa verið að biðja um meira myndefni sem nær dýpra inn í heim hetjanna í League of Legends,“ segir Shauna Spenley, forseti skemmtiefnis Riot Games.
Hér að neðan má horfa á opinbera stiklu úr þáttaröðinni.