Tölvuleikurinn World of Warcraft verður uppfærður 2.nóvember en verður leikurinn þá í útgáfu 9.1.5.
Í nýrri útgáfu leiksins má sjá veðurfar innanleikjar greinilega en á opinberum Twitter aðgangi World of Warcraft voru birt myndbönd sem sýna frá því þegar það snjóar í borginni Orgrimmar og einnig hvernig rignir í Shadowlands.
Veðurfar mun fara eftir staðarspá leikmanna en nú þegar hefur World of Warcraft fylgt staðartíma leikmanna þannig að birtir til þegar dagur rís og dimmir er kvöldar.
Auk veðurfarsbreytinga sem fylgja uppfærslunni verður einnig hægt að skipta um flokk í Shadowlands (e. Switch covenants).
Fleiri betrumbætingar eru væntanlegar en lesa má nánar um þær hér á vefsíðu World of Warcraft.