Tölvuleikurinn Age of Empires IV kom út í dag en í nýrri útgáfu fylgja ýmis heimildarmyndbönd.
Xbox hlóð upp myndbandi á YouTube þar sem Hafþór Júlíus Björnsson er látinn kasta körfubolta til samanburðs um kraft valslöngvu sem umsjónarmenn tölvuleiksins Age of Empires IV létu búa til sem eftirmynd af valslöngvum sem finna má í tölvuleiknum og notast var við í gamla daga.
Hafþór Júlíus kastaði körfuboltanum 7,3 metra en valslöngvan þeytti boltanum 61 metra og segist Hafþór ekki vera ýkja hrifinn af því að tapa. Seinna í myndbandinu fær Hafþór að skjóta öðrum hlutum úr valslöngvu og nefna má gínu í raunþyngd manns sem klædd var í brynklæði.
Streymirinn MangoMel ráðleggur síðan áhorfendum hvernig henni finnst best að nýta valslöngvurnar í leiknum en myndbandið má horfa á í heild sinni hér að neðan.