Þegar hneyksli skók rafhjólreiðakeppni

Jeffers bar óvænt sigur úr býtum í mótinu.
Jeffers bar óvænt sigur úr býtum í mótinu. Ljósmynd/Unsplash

Rafíþróttir hafa fest sig í sessi innan íþróttaheimsins og bjóða meðal annars upp á fjölbreyttar hefðbundnar íþróttir á rafrænum grundvelli, hvort tveggja hóp- og einstaklingsíþróttir.

Bresku hjólreiðasamtökin (BCA) hafa fylgst með þessari þróun og ákváðu að taka þátt í henni með því að halda stóra rafræna hjólreiðakeppni í mars 2019.

Sigurvegari mótsins var Cameron Jeffers, 24 ára hjólreiðakappi í bæði raf- og raunheimum.

Óvæntur sigur

Jeffers lenti upprunalega í 12. sæti í útsláttarkeppninni en aðeins 10 efstu áttu að komast í úrslitakeppnina.

Heppnin var með honum þegar tveir neðstu keppendur útsláttarkeppninnar féllu á brott og hífðu þannig Jeffers og annan keppanda upp í úrslit.

Hann bar svo óvænt sigur af hólmi í mótinu sjálfu, en mánuði síðar var hann sakaður um svindl.

Keppendur höfðu nefnilega fengið nafnlausa ábendingu um að hann hefði öðlast hjólið sitt með óheiðarlegum hætti.

Jeffers hefur stundað hjólreiðar bæði innan húss og utan.
Jeffers hefur stundað hjólreiðar bæði innan húss og utan. Ljósmynd/Cameron Jeffers

Allir á besta hjólinu

Hann viðurkenndi í kjölfarið að hafa fengið annan einstakling til þess vinna sér inn fyrir hjólinu á aðgangi Jeffers.

Í leiknum getur maður nefnilega unnið sér inn mismunandi gerðir hjóla.

Besta gerðin nefnist „Zwift Tron“ og höfðu allir aðrir keppendur á slíku hjóli að skipa. Forskot Jeffers var því ekkert í raun og veru, en óeðlilegt þótti að einhver annar en hann sjálfur hefði aflað honum hjólinu.

Jeffers hafði samt notast við þetta hjól í þó nokkurn tíma og fékk hjólið raunar löngu áður en mótsreglurnar voru skrifaðar. 

Neitaði að gefa upp hver hefði náð í hjólið

Það þótti ekki hafa neina þýðingu. Var hann sektaður um 400 bandaríkjadali og settur í sex mánaða keppnisbann, auk þess sem hann var sviptur titlinum.

Hann neitaði samt sem áður að gefa upp hver hefði náð í hjólið og tók á sig alla ábyrgð á verknaðinum, þrátt fyrir að vera ósáttur við úrskurðinn.

Bað hann um leið alla sína stuðningsmenn innilega afsökunar.

Þess má geta að innan leikjarins má afla sér mismunandi hluta sem geta gefið manni forskot við hjólreiðarnar. M.a. má nefna „fjöðrina“, sem gerir hjól leikmanns aðeins léttara þrátt fyrir að þyngdarkröfur eða takmarkanir séu settar fyrir mót.

Jeffers segir frá allri sögunni í myndbandi á Youtube-síðunni sinni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert