Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, tilkynnti á ráðstefnunni Facebook Connect 2021 að tölvuleikurinn Grand Theft Auto: San Andreas sé í þróun til spilunar á sýndarveruleikagleraugunum Quest 2 frá dótturfyrirtækinu Oculus.
Grand Theft Auto er þriðju persónu tölvuleikjasería sem hefur verið mjög vinsæl í gegnum árin en með nýrri tækni verður hægt að spila tölvuleikinn Grand Theft Auto: Sand Andreas í fyrstu persónu með sýndarveruleikagleraugum.
Ýmsa leiki er hægt að spila með gleraugunum nú þegar og meðal annars hin sígilda tölvuleik Resident Evil en í vefverslun Oculus má finna spilanlega leiki ásamt ýmsum gagnlegum forritum.
Gleraugun eru ekki einungis nothæf til tölvuleikjaspilunar heldur er einnig hægt að horfa á kvikmyndir og eins eru þau tengd við Facebook, sem gerir notendum kleift að upplifa netheima með vinum og vandamönnum í gegnum græjuna.