Fyrsti tölvuleikurinn frá WolfEye Studios, Skrýtna Vestrið (e. Weird West), er kominn með staðfestan útgáfudag, þann 11.janúar á næsta ári.
Skrýtna Vestrið er súrrealískur hlutverkaleikur sem gerist í Bandaríkjunum en leikinn verður hægt að spila á PC-tölvum, PlayStation 4 og Xbox One leikjatölvum.
Nú þegar er leikurinn kominn í forsölu á Steam og öðlast þeir sem kaupa hann þar fá hest innanleikjar sem heitir Calamity.
Hesturinn tvöfaldar bakpokapláss leikmanna ásamt því að honum fylgja töskur með hnakkinum sem búa að ýmsum nytsamlegum hlutum og gylltumi Ace og Spades uppfærslupening (e. Golden Ace of Spades upgrade token)
Hægt er að velja á milli fimm persóna til þess að spila en hver persóna býr að sínum eigin söguþræði.
Meðal persóna sem hægt er að spila er Jane Bell en hún er mannaveiðari (e. bounty hunter), sonur hennar myrtur ásamt því að maka hennar hefur verið rænt.
Hér að neðan má sjá stiklu úr tölvuleiknum sem birt var á YouTube rás PlayStation.