Cloud9 Blue fengu pláss á heimsmeistaramótið

Skjáskot/Twitter/Riot Games/Valorant

Rafíþróttamótið NA LCQ (North America Last Chance Qualifacation) í tölvuleiknum Valorant er nú á enda en alls tóku átta lið þátt í mótinu.

NA LCQ er undanfari heimsmeistaramótsins í Valorant en þar kepptu átta lið um eitt pláss á heimsmeistaramótinu sem fer  fram 1.-12. desember í Þýskalandi.

Rafíþróttaliðið Cloud9 Blue komu á óvart og stóðu uppi sem sigurvegarar, en auk þess að fá pláss á heimsmeistaramótið hlaut liðið einnig 40,000 bandaríkjadala eða um 5,2 milljónir íslenskra króna.

Sigruðu fimm leiki af sex

Cloud9 Blue byrjuðu mótið með sannfærandi sigri gegn liðinu Version1 en fór sá leikur 2-0 fyrir Cloud9 Blue.

Liðið sigraði meðal annars leiki gegn 100 Thieves og Xset en eru þau talin sérstaklega sterk lið, í heildina átti Cloud9 Blue fimm sigurleiki af sex leikjum spiluðum.

Í öðru sæti situr rafíþróttaliðið Rise og fer það heim með 20,000 bandaríkjadala eða um 2,6 milljónir íslenskra króna. Í þriðja sæti situr liðið 100 Thieves og fer það heim með 15,000 bandaríkjadala eða 1,9 milljónir íslenskra króna.

Nánari upplýsingar um lokatölur mótsins má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert