Góð byrjun á Age of Empires IV

Age of Empires IV.
Age of Empires IV. Grafík/Relic Entertainment/Age of Empires IV

Tölvuleikurinn Age of Empires kom út á fimmtudaginn og hafa nú þegar yfir 70,000 leikmenn spilað leikinn samtímis í gegnum Steam.

74,000 leikmenn í gegnum Steam

Microsoft gaf leikinn út á Steam og Game Pass sem þýðir að tölfræðin nær ekki yfir þá leikmenn sem spila í gegnum Xbox Game Pass og eru því talsvert fleiri leikmenn sem spila leikinn.

Hér að neðan má sjá hversu margir leikmenn spiluðu samtímis í gegnum forritið Steam síðastliðna viku en þegar mesta umferðin var á leiknum voru tæplega 74,000 leikmenn að spila samtímis.

Metnaðarfull vinna á bakvið leikinn

Umsjónarmenn tölvuleiksins hafa verið duglegir að gefa út skemmtiefni og auglýsingar varðandi leikinn og virðist það ætla að skila sínu.

Til dæmis fengu þeir Íslendinginn Hafþór Júlíus til þess að kasta körfubolta til samanburðs um kraft valslöngvu sem hönnuð var fyrir leikinn en fékk hann einnig að prófa valslöngvuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert