Blizzard teygir sig nær leikmönnum

World of Warcraft, Community Council.
World of Warcraft, Community Council. Skjáskot/YouTube/Blizzard

World of Warcraft kynnir til leiks nýjan vettvang fyrir leikmenn til þess að deila reynslu sinni og skoðunum á tölvuleiknum sem mun nýtast þróunaraðilum til betrumbætingar.

Leikmenn hvattir til þátttöku

Vettvangurinn nefnist WoW Community Council og eru leikmenn út um allan heim, með ólík áhugamál og fjölbreyttan bakgrunn hvattir til þess að taka þátt. Í Wow Community Council verður síðan annar vettvangur ætlaður til samskipta á milli leikmanna og þróunaraðila.

„Endurgjöf leikmanna hefur áhrif á alla þætti leiksins, og með breiðu úrvali af skoðunum, leikstílum og áhugamálum hefur aldrei verið mikilvægara en nú að safna saman og skilja endurgjöfina,“ stendur í tilkynningu á vefsíðu World of Warcraft.

Leikmenn stofna sjálfir til umræðu

Opið er fyrir skráningu til þátttöku í verkefninu og þegar leikmenn hafa verið valdir munu þeir geta stofnað til umræðu á spjallþræði sem verður opinn almenningi. Hægt er að skrá sig hér.

Á þessum spjallþræði eru þátttakendur beðnir um að deila reynslu sinni og skoðunum, sem fyrr var getið, en munu sumar umræður verða stofnaðar til af þróunaraðilum Blizzards.

Svör og uppfærslur frá Blizzard munu einnig vera birt á þessum vettvangi svo auðvelt sé fyrir almenning að ræða þau á milli hvors annars.

Að ári liðnu stefnir Blizzard á að skipta út þátttakendum verkefnisins og opna skráningu á ný en nánar um þennan nýja vettvang má lesa í tilkynningunni sjálfri eða í myndbandi hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert