Pheonix Resale, YouTube tölvuleikja-bloggari birti myndband á YouTube sem sýnir frá ferð hans og konunni hans, Ericu Resale, þar sem þau heimsóttu Ísland og fóru í „tölvuleikjaleiðangur“.
Hjónin skoðuðu miðbæ Reykjavíkur með tilheyrandi viðkomu hjá Hallgrímskirkju og mynda hjónin einnig ýmiskonar götulist sem finna má í Reykjavík og þá sérstaklega í anda tölvuleiksins Super Mario.
Leið þeirra hjóna lá síðan á Laugaveg 64 í Geisladiskabúð Valda en hún býr að ýmsum gersemum í formi kvikmynda, tónlistar og tölvuleikja ásamt fatnaðs og bóka.
Í Geisladiskabúð Valda ræða hjónin við Þorvald Gunnarsson, eiganda búðarinnar, og spyrja meðal annars út í tölvuleikjamenningu á Íslandi og framburð nafn búðarinnar en á Resale erfitt með að bera nafnið rétt fram.
Hjónin voru hæstánægð með heimsóknina í Geisladiskabúð Valda og keyptu þau sér Nintendo DS-tölvuleik til þess að prófa en hann hafði tekið með sér Nintendo DS-tölvu í ferðalagið.
Myndbandið má horfa á í heild sinni hér að neðan.