Streymisveitan Netflix stígur sín fyrstu skref í tölvuleikjageiranum þar sem hún tilkynnti í gær á opinberri vefsíðu sinni að áskrifendur geti nú spilað fimm tölvuleiki í gegnum veituna en mbl.is greindi frá komu tölvuleikja á Netflix síðastliðinn júlí.
Tölvuleikirnir sem hægt er að spila eru Stranger Things: 1984 (BonusXP), Stranger Things 3: The Game (Bonus XP), Shooting Hoops (Frosty Pop), Card Blast (Amuzo & Rogue Games) og Teeter Up (Frosty Pop).
„Við erum í startholunum á því að búa til frábæra tölvuleikja upplifun, og erum spennt fyrir því að bjóða ykkur með í þetta ævintýri með okkur,“ stendur á vefsíðu Netflix en veitan stefnir á að koma upp heilu leikjasafni sem hefur eitthvað að bjóða öllum.