Twitch streymirinn Lydia Ellery, einnig þekkt sem „SquidGame“ eða „SquidGaming“ stendur frammi fyrir erfiðleikum í starfinu sínu eftir að vinsæla Netflix-þáttaröðin Squid Game kom út.
Squid Game þáttaröðin hóf göngu sína núna í september en Lydia hefur notast við rafheitið SquidGame í yfir áratug. Er hún nú farin að huga að því að breyta um nafn vegna missis atvinnutækifæra og annarra tengdra vandamála.
Erfiðara er einnig að finna hana á vefnum núna, þar sem leitarniðurstöður „Squid Game“ vísa flestar á þáttaseríuna.
Ellery hefur fengið ýmis skilaboðum frá aðdáendum þáttaseríunnar sem ásaka hana um að stela nafninu frá seríunni og eins hafa margir reynt að brjótast inn á aðganginn hennar.
„Ég hef fengið mikið hatur í minn garð frá aðdáendum og jafnframt verið hafnað vinnu vegna þessa,“ segir hún í samtali við BBC.
Fyrir nokkrum vikum síðan var Instagram-aðgangi hennar lokað tímabundið þar sem ítrekaðar tilraunir voru gerðar til þess að komast inn á hann, sem leiddi til margra tölvupósta og beiðna um endurstillingu lykilorðs aðgangsins. Ellery var sögð hafa brotið reglur á Instagram varðandi það að þykjast vera einhver annar.
„Vegna þess að þáttaröðin hefur ekki sinn eigin Instagram aðgang, þá fékk ég endalausar tilkynningar um það að fólk var að merkja mig eða senda mér skilaboð haldandi að ég væri þáttaröðin,“ segir Ellery en Netflix notast við eigin aðgang til þess að auglýsa þáttaröðina.
„Fyrir mitt leyti, var þetta bara fyndið nafn sem ég fann upp á. Vinir mínir kölluðu mig Squid af því það rímar við lid og ég heiti Lydia.“
Ellery hefur um 43,500 fylgjendur á streymisveitunni Twitch og er hluti af Yogcast Studios sem býr að ýmsu skemmtiefni og tölvuleikjastreymurum en þrátt fyrir að hafa unnið markvisst í uppbyggingu nafn síns í yfir áratug íhugar hún samt að skipta um nafn.