Samfélagsmiðillinn Reddit er nú kominn í létt samstarf með tölvuleikjafyrirtækinu Riot Games en notendur Reddit geta nú klætt persónuhermi sinn (e. avatar) sem hetju úr tölvuleiknum League of Legends.
Notendur Reddit geta valið á milli þess að klæðast sem hetjurnar Jinx eða Vi en þær eru geysivinsælar hjá leikmönnum League of Legends og koma fram í væntanlegri þáttaseríu frá Riot Games sem hægt verður að horfa á á Netflix.
Samkvæmt esports-news munu fleiri hetjur úr tölvuleiknum birtast á Reddit sem persónuhermar og koma þeir þá vikulega eða eftir hvern þátt sem þeir birtast í Arcane seríunni.