Edward Gaming og Damwon Gaming hafa tryggt sér sæti í úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins League of Legends þann 6.nóvember í Laugardalshöllinni.
Síðasta viðureign Damwon var gegn T1 þann 30. október en átti Damwon Gaming þar fimmtán fellur á meðan T1 átti aðeins sjö fellur. Damwon Gaming slátraði fimm drekum og felldi sjö turna en T1 slátraði engum dreka en felldi þrjá turna.
Hér er hægt að horfa á leikinn í heild sinni.
Edward Gaming átti viðureign gegn Gen.G þann 31. október og voru Edward Gaming með nítján fellur á meðan Gen.G náðu aðeins þreimur fellum. Edward Gaming felldi einnig tíu turna og slátraði fjórum drekum en Gen.G felldi tvo turna en slátruðu engum dreka.
Hér er hægt að horfa á leikinn í heild sinni.
Mætast því Damwon Gaming og Edward Gaming í úrslitaviðureign í hádeginu þann 6. nóvember en sigurvegarar heimsmeistaramótsins munu fara heim með 489,500 bandaríkjadala eða um 63 og hálfa milljón íslenskra króna.
Liðið sem lendir í öðru sæti fer þó einnig heim með gífurlega hátt verðlaunafé og nemur það um 333,750 bandaríkjadala sem eru tæplega 43 og hálf milljón íslenskra króna.