League of Legends hetjan Jinx, er væntanleg í tölvuleiknum Fortnite en er þetta í fyrsta sinn sem League persóna birtist í leik sem ekki er frá tölvuleikjafyrirtækinu Riot Games.
Hetjan verður ekki spilanleg en hinsvegar mun tölvuleikjafyrirtækið Epic Games skarta andliti hennar um alla Fortnite vefverslunina í formi Jinx búninga, vopna og eins kemur hún fram í biðskjá á tölvuleiknum Fortnite.
Jinx er ein vinsælasta hetjan til spilunar í tölvuleiknum League of Legends en hún kemur einnig fram sem aðalsögupersóna í teiknimyndaþáttaröðinni Arcane frá Riot Games en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á morgun á Netflix.