Kínverskir nemendur sýna stuðning

Kínverskir nemendur í þaulæfðu atriði til stuðnings Edward Gaming.
Kínverskir nemendur í þaulæfðu atriði til stuðnings Edward Gaming. Skjáskot/Twitter/LPL

Aðdáendur tölvuleiksins League of Legends nema milljónir einstaklinga og er aðdáendahópurinn einstaklega sterkur í Asíu.

Æfðu í rúmar tvær vikur

Síðastliðna fimmtán daga hafa 1500 nemendur í kínverska skólanum Hebei College of Science and Technology verið að æfa glæsilegt stuðningsatriði undir handleiðslu fimm kennara skólans.

Atriðið var gert til þess að sýna stuðning við rafíþróttaliðið Edward Gaming sem keppir um fyrsta sætið í heimsmeistaramóti League of Legends á morgun.

Samhæfing skapaði heildarmynd

Í glæsilegu myndbandi hér að ofan má horfa á atriðið þar sem fyrrnefndir 1500 nemendur standa á fótboltavelli og halda á spjöldum sem eru lituð hvít og rauð á sitthvorri hliðinni. 

Snúa nemendur spjöldunum sitt á hvað með ótrúlegri samhæfingu til þess að búa til heildarmynd og texta til stuðnings Edward Gaming og fögnuðar heimsmeistaramótsins en rafíþróttir eru ein vinsælasta íþrótt Kínaveldis.

Óhætt er að segja að aðdáendahópur rafíþrótta sprengi alla skala og séu duglegir að sýna stuðning sinn á friðsælan máta sem og frumlegan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert