Nýr efnisflokkur á Twitch

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Unsplash/Karsten Winegeart

Streymisveitan Twitch hefur bætt við sig nýjum efnisflokki á vefsíðu sinni til fögnuðar dýraviku (e. animal week).

Fagna dýraviku

Nýi flokkurinn fór í loftið þann 1.nóvember og heitir Animals, Aquariums, and Zoos en áður hafa streymarar verið að sýna frá dýrunum sínum undir efnisflokkum á borð við Bara Spjall (e. Just Chatting), Tækni og Vísindi (e. Science & Technology), Heitir Pottar og strendur (e. Hot Tubs & Beaches) og Ferðalög og útivist (e. Travel & Outdoors).

„Það er kominn tími til að við gefum dýravinum okkar, og fólkinu sem - bókstaflega - elskar að sjá þau, gott heimili. Það er rétt, við erum að hrinda af stað dýra-efnisflokki til þess að hefja dýravikuna á Twitch,“ stendur í tilkynningu frá Twitch varðandi nýja efnisflokkinn.

Allur skarinn af dýraríkinu

Í þessum nýja efnisflokki má finna streymi af allskyns dýrum. Nefna má bein streymi af öndum á tjörn, kanínum,  og jafnvel hænsnabúi svo eitthvað sé nefnt en einnig má finna myndbönd af öðrum framandi dýrum á borð við marglyttur, lamadýr og skjaldbökur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert