Riot Games yfirtók stóra skýjakljúfinn, Burj Khalifa, í Dubai til þess að auglýsa Arcane þáttaröðina sem fer í loftið á morgun á Netflix en Burj Khalifaer 828 metrar á hæð og talin stærsta bygging í heimi.
Á opinberri YouTube-rás League of Legends má horfa á myndband þar sem skýjakljúfurinn skartar glæsilegri ljósasýningu til auglýsingar og áminningar um Arcane þáttaröðina en markar sú þáttaröð upphaf Riot Games á hvíta tjaldinu.