Samningur þjálfara MAD Lions framlengdur

Leikmenn MAD Lions ásamt yfirþjálfaranum James MacCormack.
Leikmenn MAD Lions ásamt yfirþjálfaranum James MacCormack. Ljósmynd/Riot Games

Samkvæmt tilkynningu á samfélagsmiðlum hefur liðið MAD Lions framlengt samningi allra þjálfara þeirra.

Allir þjálfarar fengu samninginn framlengdan til ársins 2023 fyrir utan aðstoðarþjálfarann Christopher van Oudheusden en samningnum hans var aðeins framlengt til ársins 2022.

Mikill árangur á árinu

Evrópska liðið MAD Lions komu vel á óvart á árinu en liðið vann bæði vor- og sumar split úrslitakeppnirnar með yfirburðar frammistöðu og tryggðu sér sæti á heimsmeistaramótið þar sem þeir komust í fjórðungsúrslit en töpuðu gegn kóreska liðinu Damwong Gaming sem situr keppir um fyrsta sætið á morgun.

„Ég er hæstánægður með áframhaldandi samstarfi við MAD Lions ásamt öllu þjálfarateyminu,“ segir yfirþjálfarinn James MacCormack, samkvæmt DotEsports.

„Ég tel mig einstaklega lánsaman að hafa fengið að vinna með öllu teyminu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert