Flatabikarinn fer fram næstu helgi

Flatadeildin í League of Legends.
Flatadeildin í League of Legends. Grafík/Flatadeildin

Næstu helgi fer fram Flatabikarinn í League of Legends. Átta lið hafa tryggt sér sæti í bikarkeppninni, en aðeins eitt lið mun standa uppi sem sigurvegari. Fjögur efstu liðin í Flatadeildinni fá sæti í Flatabikarnum, og fjögur lið tryggðu sér sæti í forkeppni Flatabikarsins.

Ljóst hvaða átta lið mæta til leiks

Liðin XY esports, lilpeepo5head, Ungmennafélag Bolungarvíkur og VITA LoL luku keppni í efstu fjórum sætum Flatadeildarinnar og tryggðu sér þannig sæti í Flatabikarnum. Liðin Sansdarotilamenug v2, BundaBoys, Small Gamers og Pongu tryggðu sér sæti í Flatabikarnum með góðu gengi í forkeppninni sem fór fram um helgina. 

Flatabikarinn fer fram dagana 12. - 14. nóvember næstkomandi og verður forvitinlegt að fylgjast með og sjá hvaða lið stendur uppi sem bikarmeistari. Keppt verður í tvöfaldri útsláttarkeppni og hefjast fyrstu leikir föstudaginn 12. nóvember klukkan 18:00. 

Hægt verður að fylgjast með næstu leikjum og úrslitum leikja á Challengermode síðu Flatabikarsins hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert