Látin stuttu eftir eldsvoðann

Skjáskot úr myndbandi þar sem Asmongold talar um áfallið við …
Skjáskot úr myndbandi þar sem Asmongold talar um áfallið við fráfall móður sinnar. Skjáskot/YouTube/Asmongold

Tölvuleikjastreymirinn Asmongold opnar sig um móður sína og fráfall hennar eftir að hafa nýlega bjargað henni úr eldsvoða.

Trúir þessu ekki

„Mér líður eins og í hvert skipti sem ég segi þetta, að ég sé að ljúga,“ segir Asmongold í myndbandi á YouTube en hann á erfitt með að sætta sig við að hún sé fallin frá.

Hann er ekki enn trúa þessu og líður eins og hann eigi von á henni tilbaka, eins og hún komi aftur í næstu viku eða að hún sé í næsta herbergi og hann muni bjóða henni góða nótt fyrir svefninn. Hann segir jafnframt að þetta sé það erfiðasta sem hann þurft að takast á við til þessa.

Voru mjög náin

Asmongold ólst upp með einstæðri móður sinni og voru þau mjög náin en í myndbandinu situr hann úti í garðskála og talar um bæði móður sína og föður.

Hann ræðir einnig aðdragandann að fráfallinu sem og hvernig hlutirnir hafa verið í kringum áfallið.

Hér að neðan má horfa á myndbandið í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert