Dignitas með flest stig eftir tvo viðburði

Dignitas hafa flest stig eftir tvo viðburði haustmóts RLCS í …
Dignitas hafa flest stig eftir tvo viðburði haustmóts RLCS í Evrópu. Skjáskot/twitch.tv/RocketLeague

Haustmót RLCS í Rocket League eru í fullum gangi, en nú um helgina lauk öðrum viðburði haustmótsins í Evrópu. Haustmótin samastanda af þremur meginviðburðum þar sem lið safna stigum til að komast á haustmeistaramótið sem fer fram í Stokkhólmi snemma í desember. Dignitas hefur flest stig allra liða í Evrópu eftir tvo viðburði.

Íslenskt lið lætur reyna á hæfileikana

Íslenska liðið LAVA esports tók þátt í undankeppnum fyrir bæði fyrsta og annan viðburð hausmótsins í Evrópu, en komust því ekki í aðalkeppni viðburðanna. Þeir hafa þó enn möguleika, en þriðji viðburður haustmótsins í Evrópu fer fram síðar í nóvembermánuði.

Lokakeppni annars viðburðar haustmótsins hófst á keppni eftir svokölluðu „swiss“ sniði, en átta efstu liðin eftir þá keppni fóru áfram í úrslitakeppni sem var einföld útsláttarkeppni. Í úrslitakeppninni voru allar viðureignir best-af-sjö, þar sem fyrsta liðið til að vinna fjóra leiki sigrar viðureignina. Úrslitaviðureignin var með aðeins öðruvísi sniði, en þar þurfti lið að vinna tvær best-af-sjö viðureignir til að standa eftir sem sigurvegari.

Dignitas sigruðu annan viðburðinn í Evrópu

Liðin Team Vitality og Dignitas mættust í úrslitaviðureign annars viðburðar haustmóts RLCS í Evrópu. Dignitas voru einu númeri of stórir fyrir Team Vitality, sem voru Evrópmeistarar í Rocket League á síðasta tímabili RLCS, og sigruðu Dignitas tvær best-af-sjö viðureignir í röð og sigruðu því viðburðinn.

Dignitas enduðu í þriðja til fjórða sæti á fyrsta viðburði haustmótsins, og greinilegt að þeir eru mættir til að gera vel og safna stigum til að komast á lokaviðburð haustmótsins. Dignitas eru nú efstir á stigatöflunni yfir stigafjölda eftir tvo viðburði, en Team BDS fylgja þeim fast á eftir. Þau fimm lið frá Evrópu sem hafa flest stig eftir þrjá viðburði komast á haustmeistaramótið sem fram fer í byrjun desember.

Þau fimm lið sem enda með flest stig í Evrópu …
Þau fimm lið sem enda með flest stig í Evrópu eftir þrjá viðburði komast á haustmeistaramótið í Svíþjóð í desember. Skjáskot/twitch.tv/RocketLeague
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert