Fortnite hefur fjarlægt dans (e.emote) úr vefverslun innan tölvuleiksins þar sem tónlist rapparans Travis Scott var spiluð í ljósi skelfilegar tónleika þar sem að minnsta kosti átta mans létu lífið.
Dansinn „The Out West“ er ekki hægt að kaupa lengur en hann lýsir sér þannig að persóna leikmanna dansa á ákveðinn hátt við lagið The Out West eftir Travis Scott.
Fleiri hlutir hafa verið fjarlægðir úr vefversluninni en leikmenn sem áttu dansinn fyrir geta enn tekið sporið innanleikjar. Útlit Travis Scotts er einnig hægt að notast við ennþá þrátt fyrir að ekki sé hægt að kaupa það.
Hér að neðan má sjá The Out West dansinn.
Gestirnir sem létust á tónleikunum voru á aldrinum 14 til 27 ára en Travis Scott tekur fram á Twitter aðgangi sínum að hann sé niðurbrotinn yfir því sem gerðist og að hann muni vinna með lögreglunni í þessu sorglega máli.