Arena, þjóðarleikvangur rafíþrótta á Ísland, mun næstkomandi fimmtudag halda sitt fyrsta mót í Counter-Strike:Global Offensive. Mótið ber nafnið CS:GO Arena Cup #1 og verður haldið í Arena.
Skráning er opin í mótið, en það fer fram fimmtudaginn 11. nóvember næstkomandi, og hefjast leikar klukkan 19:00. Gjafabréf í Arena og á veitingastaðinn Bytes eru í verðlaun, en verðlaun eru veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.
Keppt verður í tveimur riðlum og verða allar viðureignir best-af-1. Efstu tvö lið úr hvorum riðli halda áfram í úrslitakeppni, og mun aðeins eitt lið standa uppi sem sigurvegari.
Fleiri upplýsingar er að finna á heimasíðu Arena og fer skráning fram hér.