Óvenjuleg atvik sér eiga stundum stað í beinni útsendingu á streymisveitunni Twitch. Streymirinn Woofy lenti í heldur óvenjulegu og óþægilegu atviki á streymi sínu nú á dögunum.
Woofy var í rólegheitum að opna Pokémon-spil í útsendingu sinni og beygir sig til hliðar frá myndavélinni til að sækja annan pakka af spilum til að opna. Þegar hún kemur aftur í mynd sést að kviknað hefur í hári hennar og er hún ekki lengi að átta sig á því. Woofy er fljót að bregðast við og slekkur eldinn með höndunum áður en hún verður fyrir verulegum skaða.