Lýsandi sofnaði í beinni útsendingu

Lýsandi sofnaði í beinni útsendingu á streymi NerdStreetFGC um helgina.
Lýsandi sofnaði í beinni útsendingu á streymi NerdStreetFGC um helgina. Skjáskot/twitch.tv/NerdStreetFGC

Streymisrásin NerdStreetFGC var að sýna frá leiknum Street Fighter V síðastliðna helgi. Mikill metnaður virðist lagður í streymið, en lýsendur voru í stúdíói að lýsa leikjum. Einn af lýsendum streymisins sofnaði á streyminu einsog má sjá á meðfylgjandi myndbroti.

Útsendingin var 11 klukkustunda löng

Lýsendurnir Swagg740 og LukeAimsworth voru að lýsa leikjum á streyminu á rás NerdStreetFGC á Twitch. Í myndbroti frá útsendingunni sést að báðir lýsendur virðast þreyttir, enda var útsendingin 11 klukkustunda löng. Lýsendurnir tveir stóðu þó ekki vaktina allt streymið og óljóst er hversu lengi þeir höfðu verið að lýsa þegar myndbrotið átti sér stað.

Annar lýsendanna, LukeAimsworth, sofnaði í beinni útsendingu og þegar myndavélin fer yfir á lýsendur eftir leik sést hann sofandi. Meðlýsandi hans, Swagg740, grípur hann glóðvolgan sofandi sér við hlið og bregst skemmtilega við.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert