Tvítugur atvinnumaður í Overwatch senunni er látinn.
Kim Kyeong-Bo, einnig þekktur sem „Alarm“ spilaði með íþróttaliðinu Philadelphia Fusion en liðið tilkynnti andlát hans á Twitter.
„Við erum niðurbrotin og sorgmædd yfir andláti Kim „Alarm“ Kyeong-Bo. Alarm var hjarta og sál okkar teymis, hugur okkar og bænir eru hjá fjölskyldu hans og vinum þar sem við syrgjum þennan sorglega missi.“
„Kim-fjölskyldan og Fusion óska eftir næði á meðan þessum ótrúlega erfiða tíma stendur.“
Kyeong-Bo hóf atvinnumennsku sína í Overwatch árið 2016 ásamt því að vinna til nýliðaverðlauna árið 2020.
Fyrrum atvinnumaður í Overwatch, ZachaREEE, minnist Kyeong-Bo einnig á Twitter aðgangi sínum en hann birti tíst varðandi fráfall hans.
„Alarm var svo dásamleg manneskja og ein hæfileikaríkasta og metnaðarfullasta manneskja sem ég hef nokkurn tíman kynnst.“
„Ég man eftir honum að þrýsta á mig að betrumbæta mig stanslaust eins og það hafi verið í gær. Það brýtur hjartað mitt að sjá hann falla frá svona ungan, hvíldu í friði Kyeong-Bo.“
Kyeong-Bo hefur átt marga vini innan samfélagsins og minnast hans margir en leikmaðurinn Poko tjáir sig einnig um andlát hans á Twitter aðgangi sínum.
„Ég er niðurbrotinn, Alarm var mér eins og lítill bróðir. Þessi krakki var virkilega góður í Overwatch og alveg ótrúlegur liðsfélagi. Ég á svo margar góðar minningar með þér, ég mun sakna jákvæðu viðhorfa þinna og ræktartímanna okkar saman. Hvíldu í friði, elska þig Kyeong-Bo.“